Get the Flash Player to see this player.
 
ForsÝ­a
 
Sey­isfjar­arkirkja
Mi­vikudagur, 25 Nˇvember 2015

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 29. nóvember verður messa klukkan 11. Kór kirkjunnar undir stjórn Sigurbjargar  Kristínardóttur leiðir almennan safnaðarsöng. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari Jóhann Grétar Einarsson. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili kirkjunnar á sama tíma. Umsjón hefur Arna Magnúsdóttir ásamt góðum leiðtogum. Kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu eftir stundina. 

Verið velkomin.

 
Kynningarfundir um ˇß■reifanlegan menningararf
Mßnudagur, 23 Nˇvember 2015

Dagana 26.-28. nóvember verða haldnir þrír umræðu- og kynningarfundir á Austurlandi varðandi óáþreyfanlegan menningararf (menningarerfðir). Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytinsins en markmiðið með því er að
koma af stað umræðu um menningarerfðir :
*fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda. 
*leita eftir upplýsingum um félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða. 
*kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða en lykilatriði hans er að við sem landið byggjum segjum til um hvað eru. *menningarerfðir okkar og hvernig best sé að vernda þær.

Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla; hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku; kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull. 

Fundatímar :
Vopnafjörður - Sambúð salur eldri borgara, fimmtudaginn 26. nóvember kl. 16:15 (fésbókarviðburður).
Reyðarfjörður - Fróðleiksmolinn, Búðareyri 1, föstudaginn 27. nóvember kl. 16:00 (fésbókarviðburður).
Egilsstaðir - Austurbrú, Tjarnarbraut 39a, laugardaginn 28. nóvember kl. 13:00 (fésbókarviðburður).

Fundastjóri: Dr. Guðrún Ingimundardóttir.

 
Gj÷f til Sey­isfjar­ar
Mßnudagur, 23 Nˇvember 2015

Á dögunum tók Seyðisfjarðarkaupstaður á móti óvenjulegum grip, en gripurinn kemur til Seyðisfjarðar á ný að frumkvæði Friðjóns Inga Jóhannssonar. Gripurinn er Nyström & Karlstad orgel sem á árunum 1922 til ársins 1985 var í Seyðisfjarðarkirkju. Ástvaldur Kristófersson sinnti viðhaldi orgelsins um áratuga skeið, en hann kom meðal annars að lagfæringu orgelsins eftir að það lenti í vatnstjóni á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, þar sem það var geymt í 24 ár. Orgelið var flutt til Akureyrar 2009 að tilstuðlan Friðjóns Inga, þar sem orgelið hefur í gegnum árin fengið gott viðhald og lagfæringar. Friðjón Ingi Jóhannsson og systir hans, og ekkja Ástvalds, Anna Kristín Jóhannsdóttir, færðu á dögunum Seyðisfjarðarkaupstað orgelið á ný í minningu Ástvaldar, sem lést árið 2004. Arnbjörg Sveinsdóttir tók formlega á móti orgelinu fyrir hönd kaupstaðarins við litla athöfn og lék Sigurbjörg Kristínardóttir á orgelið við góðar undirtektir. 

 Gjöf til Seyðisfjarðar.
Á myndinni hér að ofan má sjá Arnbjörgu Sveinsdóttur, Kristófer Ástvaldsson, Önnu Kristínu Jóhannsdóttur og Friðjón Inga Jóhannsson. 
Lesa meira...
 
18. nˇvember barßttudagur gegn kynfer­islegu ofbeldi og kynfer­islegri misneytingu barna
Mi­vikudagur, 18 Nˇvember 2015
Evrópuráðið hefur tekið ákvörðun um að helga 18. nóvember baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misneytingu barna og eru aðildarríki Evrópuráðsins hvött til að festa daginn í sessi. Tilgangurinn er að stuðla að aukinni umræðu og samfélagsvitund um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og að kynna  samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðisofbeldi, svonefndan Lanzarote samning. Samningurinn er heildstæðasta og víðtækasta alþjóðasamþykkt sem gerð hefur verið um vernd barna gegn kynferðisofbeldi. Ísland undirritaði Lanzarote samninginn árið 2008 og fullgilti hann árið 2012.
 
Evrópuráðið hefur í tilefni dagsins gefið út teiknimynd sem er um 3 mínútur að lengd og var unnin í samráði við hóp barna. Myndin er með einföldum og aðgengilegum boðskap fyrir börn á aldrinum 9 - 13 ára. Börn eru hvött til þess að leita til einhvers sem þau treysta ef þau eða einhver sem þau þekkja hefur verið eða er beittur ofbeldi. 
 
Myndina má sjá hér. Síðu Velferðarráðuneytisins má heimasækja hér.
 
Hva­ er svona merkilegt vi­ ■a­? Ý kv÷ld klukkan 20
Mi­vikudagur, 18 Nˇvember 2015

Heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttir verður sýnd í Herðubreið, miðvikudaginn 18. nóvember klukkan 20:00. Myndir fjallar um skrautlega kvennabaráttu níunda og tíunda áratugarins. Myndin rekur sögu Kvennalistans og annara kvenfrelsishræringa á gróskumiklum tímum og hvað gerist þegar grasrótarsamtök storma inn í hið skipulagða kerfi. Við lendum þó árið 2015 eftir nokkur ferðalög m.a. til Afghanistan. Leikstjórinn verður á staðnum og mun svara spurningum að sýningu lokinni. Myndin verður sýnd með enskum texta og miðaverð er 1.000 kr.

 
Frß atvinnu- og framtÝ­armßlanefnd
Mßnudagur, 16 Nˇvember 2015

Atvinnu- og framtíðarmálnefnd býður fyrirtæki á Seyðisfirði að kynna starfsemi sína fyrir nefndinni.

Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að vera bæjarstjórn til ráðgjafar í atvinnumálum og í þeim málum sem tengjast framtíð staðarins, að leita nýrra atvinnutækifæra fyrir staðinn og að leita til aðila innan atvinnulífsins á Seyðisfirði með hugmyndir að framtíðarmöguleikum staðarins í atvinnulegu tilliti og að efla starfsemi þeirra fyrirtækja sem eru á Seyðisfirði. 

Hafi fyrirtæki og einyrkjar áhuga á að kynna starfsemi sína fyrir nefndinni má senda póst á Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslrafpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­

 


 
Fimmtudagur 26. nóvember
 Úr myndasafni
Frambo­sfundur ß Sey­isfir­i, 26. maÝ 2010
Ýmislegt
A­alskipulag 2010-2030
A­sendar greinar
Almannavarnir
Deiliskipulag ß hafnarsvŠ­i - skipulagslřsing
Ey­ubl÷­ / umsˇknir
Fjallagarpar Sey­isfjar­ar
Fj÷lmenningarsetur
GJALDSKR┴R
Island.is
Laust h˙snŠ­i hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Laus st÷rf hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Lˇnsleira
Myndir
Pˇstlisti
Sey­fir­ingafÚlagi­
Sey­fir­ingar vikunnar
Sey­isfjar­arpˇsturinn
Snjˇmoksturskort
Sorpflokkun
Sveitastjˇrnarkosningar 2014
StrŠtisvagnar Austurlands
Upplřsingarit fyrir nřja Ýb˙a
┌tgefi­ efni
Ve­ri­ ß Austurlandi
VefmyndavÚlar
Vefsjß um Sey­isfj÷r­
Visit Seydisfjordur
Nýjustu fundargerðir
Viðburðir

Seyðisfjarðarkaupstaður - Hafnargötu 44 - 710 Seyðisfjörður - Sími 470 2300 - Fax 472 1588 - sfk@sfk.is - Kt. 560269-4559