Get the Flash Player to see this player.
 
ForsÝ­a
Advertisement
Rith÷fundalest(ur) ß Austurlandi
Mi­vikudagur, 26 Nˇvember 2014

Árviss rithöfundalest fer fram í Skaftfelli laugardaginn 29. september klukkan 20:30. Á ferð verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín. Þórarinn Eldjárn les úr bókum sínum Fuglaþrugl og naflakrafl og Tautar og raular frá Vöku Helgafelli, Soffía Bjarnadóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni, Segulskekkja, sem Mál og menning gefur út og Kristín Eiríksdóttir fer með eigin ljóð úr KOK sem kemur út hjá JPV. Austfirðingurinn Gyrðir Elíasson opnar bækur sínar, Koparakur og Lungnafiskana, sem eru frá Dimmu og Gísli Pálsson er á Austurlandi í bók sinni Maðurinn sem stal sjálfum sér,  sem Mál og menning gefur út. Auk ofangreindra rithöfunda verða með í för 5 austfirsk skáld og þýðendur: Stefán Bogi, Hrafnkell Lárusson, Kristian Guttesen, Sigga Lára Sigurjónsdóttir og Ingunn Snædal.

Smellið á lesa meira til að sjá alla fréttina. 

Lesa meira...
 
Blˇ­■rřstingsmŠlingar Ý Samkaup Ý dag!
Mi­vikudagur, 26 Nˇvember 2014

Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember, er Evrópudagur sjúkraliða og að því tilefni ætlum við sjúkraliðar á Seyðisfirði að vera með blóðþrýstingsmælingar í Samkaup frá klukkan 13. Við ætlum líka að bjóða samstarfsfólki okkar á vinnustaðnum upp á bakkelsi og kynna sjúkraliðanámið. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Debby, Hanna, Binna, Billa, María, Gréta, Lucy og Sigga Vigga.

 
Heimilishjßlp, framtÝ­arstarf
Mßnudagur, 24 Nˇvember 2014
Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf í heimilishjálp. Starfið er laust strax. 
 
* Um er að ræða framtíðarstarf. 
* Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum. 
* Starfið hentar jafnt körlum sem konum.
* Umsóknum, ásamt ferliskrá, skal skilað skriflega á bæjarskrifstofu í merktu umslagi (Umsókn, heimilishjálp).
* Umsóknareyðublöð má finna inni á heimasíðu kaupstaðarins.
* Starfið krefst hæfni í mannlegum samskiptum og góðrar þjónustulundar.
 
Allar nánari upplýsingar veitir þjónustufulltrúi frá klukkan 8-14 í síma 470-2305.
 
Starfsma­ur ˇskast!
Mßnudagur, 24 Nˇvember 2014

Jákvæður, skapandi og duglegur starfsmaður óskast við félagslega heimaþjónustu. En í því felst að styrkja og hvetja ungmenni til sjálfstæðra búsetu. Um er að ræða 50% vinnu en hægt er að bæta við innan félagsþjónustunnar. Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára, með bílpróf og starfa eftir reglum um félagslega heimaþjónustu hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, sjá hér. Umsóknareyðublöð má finna hér og umsóknum skal skila til þjónustufulltrúa fyrir klukkan 14, þann 5. desember næst komandi.

 
H˙fur frß New Yok - list sem heldur h÷f­inu hlřju
F÷studagur, 21 Nˇvember 2014

Næstkomandi laugardag klukkan 16:00 mun sænski listamaðurinn Petter Lehto vera með móttöku í tengslum við verkefni sitt „Húfur frá New Yok” í Bókabúðinni - verkefnarými

. Húfurnar eru framleiddar með hefðbundnum aðferðum úr ull af Seyðisfirsku sauðfé ásamt handofnu myndmerki í þremur mismunandi útgáfum. Verið velkomin.

 
Fundarger­ bŠjarstjˇrnar
F÷studagur, 21 Nˇvember 2014

Vakin er athygli á nýrri fundargerð bæjarstjórnar, frá því í gær fimmtudaginn 20.11.14. Fundargerðir bæjarstjórnar má finna hér

 


 
Miðvikudagur 26. nóvember
 Úr myndasafni
Viskubrunnur 2011 - kv÷ld 1
Ýmislegt
A­alskipulag 2010-2030
A­sendar greinar
Almannavarnir
Deiliskipulag ß hafnarsvŠ­i - skipulagslřsing
Ey­ubl÷­ / umsˇknir
Fjallagarpar Sey­isfjar­ar
Fj÷lmenningarsetur
Gjaldskrßr
Island.is
Laust h˙snŠ­i hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Laus st÷rf hjß Sey­isfjar­arkaupsta­
Lˇnsleira
Myndir
Pˇstlisti
Sey­fir­ingafÚlagi­
Sey­fir­ingar vikunnar
Snjˇmoksturskort
Sorpflokkun
Sveitastjˇrnarkosningar 2014
StrŠtisvagnar Austurlands
Upplřsingarit fyrir nřja Ýb˙a
┌tgefi­ efni
Ve­ri­ ß Austurlandi
VefmyndavÚlar
Vefsjß um Sey­isfj÷r­
Visit Seydisfjordur
Nýjustu fundargerðir
Viðburðir

Seyðisfjarðarkaupstaður - Hafnargötu 44 - 710 Seyðisfjörður - Sími 470 2300 - Fax 472 1588 - sfk@sfk.is - Kt. 560269-4559